
Um helgar má fara í göngutúr hvenær sem er dagsins og hann fór í góðu veðri með pabba í dag. Þeir löbbuðu fram hjá Ronalds húsinu.



Um hádegi fékk hann tvo mismunandi vökva til þess að undirbúa líffærin fyrir nýja lyfið seinnipartinn.



Seinnipartinn fékk hann krabbameinslyf í fljótandi formi sem er sterkara heldur en töflurnar sem hann hefur verið að fá. Hann fékk strax smá aukaverkanir sem voru stingur í nefi og enni og dofi í vörum. Seinna um kvöldmatarleytið komu sterkari aukaverkanir, mikil ógleði og höfuðverkur sem og vanlíðan. Stuttu seinna kom allur matur upp sem hafði farið niður síðustu klukkutíma. Hann er nú alveg ótrúlegur því þrátt fyrir að finna fyrir öllu þessu þá er samt stutt í djókið og brosið. Ferlið er ekki auðvelt en gæti ekki ímyndað mér það án léttleika hans.
Aukaverkanirnar komu aftur sterkt seinna um kvöldið en sem betur fer náði hann að sofa þokkalega.
7 comments:
Ég var einmitt að dást að því að hann er brosandi á öllum myndum, vona að allt gangi í haginn. Kærar kveðjur, kossar og knúsar frá okkur hér heima :* Sandra Ósk G.
Já það mætti smita alla af þessari gleði, hann er engum líkur þessi elska... knúsar og baráttustraumar frá okkur öllum...!
Guðrún Frænka
Átti að vera knús :))))))
Vona að allt gangi upp hjá ykkur. Ég hugsa til ykkar :)
Gangi ykkur vel á morgun :) sendi ykkur baráttustrauma ;)
kv
begga g
Baráttukveðjur til ykkar! Þið eruð algjörar hetjur:)
Vonandi gengur enn allt vel hjá ykkur.
Kv. Harpa Dögg
Post a Comment