Monday, April 18, 2011

Dagur 9 - 11.04.11

Núna er hann með mjög fá hvít blóðkorn og er búinn að vera þannig nokkra daga. Það þarf því að passa vel að hann fái ekki sár því þá er hann óvarinn hvað varðar þær bakteríur sem eru í herberginu sem eru vonandi sem fæstar.

Í dag fékk hann engar aukaverkanir af lyfjunum og var bara nokkuð hress.

Partur af vökvunum sem hann þarf að fá til að vernda líffærin fyrir lyfjunum:

Svíþjóð 4 002

Í Ronaldshúsinu í kvöld var sameiginlegur kvöldverður. Ég og pabbi kíktum. Held að við séum einu útlendingarnir í húsinu akkúrat núna.

No comments: