Monday, April 4, 2011

Dagur 1 - 03.04.11

Með aðeins þriggja daga fyrirvara lögðum við af stað, ég, mamma og Daníel í ferðalagið. Með paranoju var farið í gegnum flugstöðina en Daníel þarf að forðast allt fólk vegna sýkingarhættu. Ekki auðvelt á flugvelli. Vorum á saga class þar sem maður er ekki eins nálægt næsta manni.
Svíþjóð1 012
Inga sótti okkur á flugvöllinn en hún vinnur hér úti og sér um sjúlkinga frá Íslandi og aðstandendur. Heldur svolítið í hendina á fólki í ferlinu og túlkar sænskuna í viðtölum ef á þarf að halda. Á leiðinni frá flugvellinum að áfangastað var að sjálfsögðu stoppað við á McDonalds að beiðni Daníels og skellt í sig borgurum. Hann kláraði næstum því heilan BigMac en svo mikið hefur hann ekki borðað í einni máltíð í langan tíma. Áfangastaður er Karolinska sjúkrahúsið í Huddinge en það er í suður Stokkhólmi. Á sjúkrahúslóðinni er hús sem kallast Ronald McDonald. Ástæðan fyrir því nafni er sú að McDonalds rekur húsið. Í því húsi hafa aðstandendur athvarf. Í því eru tvær álmur með sitthvorum sjö herbergjum, tveimur eldhúsum og þvottahúsum. Við skoðuðum húsið sem er rosalega heimilislegt og kósý. Öll herbergin eru merkt dýrum og við erum í hestaherberginu.
Svíþjóð1 018
Svíþjóð1 021
Svíþjóð1 032
Eftir skoðunarferð var haldið á sjúkrahúsið sjálft en það er í fimm mínútna göngu-fjarlægð frá Ronald.
Svíþjóð1 033
Svíþjóð1 035
Svíþjóð1 037
Þar var mældur hiti og blóðþrýstingur og spjallað og beðið lengi. Þar sáum við strax að þolinmæðin þarf að vera mikil eins og okkur hafði verið sagt. Hann fékk sitt rúm á barnadeildinni sem hann svaf þó ekki í þessa nóttina.
Svíþjóð1 039
Svíþjóð1 043
Svíþjóð1 046

4 comments:

Erna Sveinbjörnsdóttir said...

Gangi ykkur SVAKALEGA vel!!
Sendi ykkur góða strauma :)

Magnea Helgadóttir said...

Mikið er það gott að sjá hvað þið eruð bæði brosandi á myndunum :) Það er gott að geta fylgst með ykkur hér og séð myndir (ég hélt fyrst að myndirnar af spítalaganginum væru myndir af flugvellinum í Svíþjóð)
Bestu óskir um gott gengi, við hugsum mikið til ykkar og sendum auðvita jákvæða strauma á ykkur ölll með stóru knúsi og sætum kossum :)

Anonymous said...

Æ þið eruð svo miklar dúllur saman systkynin. Mér þykir svo vænt um ykkur, gangi ykkur vel:)
kv.
Viktoría

Lísa said...

Takk allar :)

Magnea: Það þýðir ekkert annað en að vera brosandi þegar maður getur :)

Viktoría: Sömuleiðis :)