Eitt þarf hann að passa sig á og það er sól. Hann má ekki fara í sól í tvö ár eftir skiptin. Hann þarf víst að vera með derhúfu úti við og hafa vörn númer 50 á sér. Þær reglur eru settar því hann getur fengið sjúkdóm sem kallast graft vs. host. Hann lýsir sér þannig að mínar frumur þekkja ekki hans umhverfi og byrja að ráðast á hann. Sólin getur víst aukið líkurnar á þessum sjúkdómi.
Í morgun kláraði hann síðasta skammtinn af lyfjunum í töfluformi og fær á morgun í vökvaformi.
Ég var víst með ranga skype addressu hjá mömmu í fyrra bloggi. Ég hafði sagt eddajae58 en rétt er eddaje58.
Hér koma nokkrar myndir af Ronalds húsinu þar sem ég, mamma og pabbi gistum.
Hestaherberið mitt og mömmu:

Á svæðinu er safn af dvd og leikjum í leikjatölvu sem er á staðnum.

Sjónvarp er bæði hér á efri hæðinni og niðri þar sem við borðum.

Hér eru tvær tölvur í tölvuherbergi sem við höfum reyndar aldrei notað því við erum með okkar tölvur og í húsinu er þráðlaust net.

Fullt af leikföngum fyrir börnin.

Í sitthvorri álmunni er svona eldhús þar sem tvennt er af öllum tækjum.

Hvert herbergi er með einn svona ísskáp sem merktur er dýrunum.

Pabbi í héra herberginu sínu:

Í dag fór Daníel í göngutúr á ganginum á spítalanum því það var of mikið rok úti fyrir hann.

1 comment:
Kæri Daníel.
Við hugsum hlýtt til þín og fjölskyldunnar þinnar og óskum þess að meðferðin gangi vel og þú náir skjótum og góðum bata.
Bestu kveðjur til ykkar allra,
Helga Jónsdóttir (mamma Stefáns Páls).
Post a Comment