Saturday, April 9, 2011

Dagur 6 - 08.04.11

Hér rétt hjá er aðeins ein matvörubúð, Pulsen, sem er ekkert svakalega skemmtileg.

Svíþjóð 2 086

Pabbi gisti hjá Daníel í nótt og var hjá honum í dag á meðan ég og mamma fórum í matvöruleiðangur til að kaupa mat í annarri búð en Pulsen. Leiðangurinn tók allan daginn. Bið eftir strætó og strætóferðin tók alveg slatta tíma. Við erum orðin pínu bakteríufælin og mér leið eins og ég væri bara orðin skítug á að vera inni í strætóinum....veit ekki alveg hvernig við endum ef við erum orðin svona eftir nokkra daga.

Það er búið að herða einangrunarreglurnar hjá Daníel enn meira. Reyndar eru þær mismunandi eftir því við hvern maður talar en samt sem áður strangari núna. Gott að taka alltaf mark á því sem er strangast.

Það var rok úti í dag svo Daníel mátti ekki fara út. Í þeim tilfellum á hann að labba fram og til baka ákveðinn gang eftir klukkan 18 á virkum dögum eða hvenær sem er um helgar, en á þessum gangi er víst lítil "umferð".

Við erum farin að skipta okkur núna þannig að það sé alltaf bara einn hjá Daníel. Það er gott fyrir okkur að vera ekki allan daginn uppá spítala sem og við megum helst ekki vera öll inni hjá honum í einu. Ég hefði ekki getað ímyndað mér hvað maður getur orðið þreyttur á því að vera á spítalaflakki, sérstkalega þar sem ég hef ekki sofið vel síðan ég kom hingað. Þetta er fyrst núna að róast aðeins og við farin að skipta okkur svo vonandi náum við að hvílast betur.

Okkur langar að þakka öllum fyrir rosalega góðar og hlýjar kveðjur. Notalegt að vita til þess að svona margir séu að senda góða strauma til okkar, það er allt sem hjálpar. Knús frá okkur til ykkar allra.

12 comments:

Guðrún Helga said...

Æ elskurnar mínar... knús tilbaka

Unknown said...

Knús knús xxxx

reginar69 said...

Já knús frá mér:D Sendi alla mína góðu strauma til ykkar. Gangi ykkur rosa vel:)

Edda María Hagalín said...

Æðislegt að geta fylgst með ykkur hér, gangi ykkur rosa vel og ég hugsa daglega til ykkar. Rosalega flott blogg hjá þér.

Anonymous said...

Hugsa til ykkar, gangi ykkur vel með þetta allt saman. Þið eruð öll hetjur.

kv. Kristín Jóna

Anonymous said...

Kærar kveðjur frá 10. SG... og öllum hinum. Við hugsum öll til þín með ósk um bata.
Besta kveðja
Rósa

Anonymous said...

Gangi þér sem allra best !
Baráttukveðja ,Dagur Kár

Magnea Helgadóttir said...

Þú ert æði Lísa :D Ætli það endi ekki með manískri sýklafóbíu til frambúðar ef að þetta er útkoman eftir nokkra daga ;) En það er nú alvega vel skiljanlegt, man þegar pabbi var á gjörgæslunni. Manni fanst maður alltaf vera morandi í sýkjlum og ógeði og þorði varla að anda :D
Frábært að heyra hvað hann er hress enda er hann algjört gull hann Daníel :) Björt spurði um daginn hvort að Daníel kæmi í útileigu í sumar, ég sagði að hann væri í útlöndum og ekki viss um að hann kæmist heim fyrir sumarið. Reyni kanski að hringja í þig í vikunni sæta mín :)
Kossar og stór knús á ykkur öll.

Unknown said...

Gangi ykkur rosalega vel, knús í hús. Kv. Íris

Hafrún Ósk said...

Takk fyrir að setja inn fréttir Lísa, hugur minn er hjá ykkur. Vona að allt gangi sem allra best, bið fyrir ykkur og sendi alla góða strauma sem ég á.
kv
Hafrún

Anonymous said...

Flott blogg hjá þér Lísa. Við, fjölskyldan í Vesturási 51 sendum okkar bestu kveðjur til ykkar. Daníel lánsamur að vera umvafinn þessum góðu fjöslkyldum.

Bestu kveðjur,
Margrét, Jón, Alexander, Helena og Hanna

Anonymous said...

Elsku Lísa og fjölskylda, batakveðjur. Frábært blogg hjá þér Lísa og takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með, við hugsum til ykkar á hverjum degi. Knús og kossar frá okkur á Álftanesinu.

Með bestu kveðju,
Vala, Jenni og Bubbi