Thursday, April 7, 2011

Dagur 5 - 07.04.11

Ég var á spítalavaktinni í nótt. Vaknaði bæði skiptin þegar blóðprufan var tekin hjá honum en sem betur fer náði hann að sofa það af sér. Ég fór í viðtal hjá mínum lækni í dag en það er í reglum að við megum ekki hafa sama lækninn. Ef svo væri þá er tilnheiging til þess að hugsa aðeins um mergþegann en ekki merggjafann. Einnig megum við strangt til tekið ekki liggja á sömu deildinni en það kemur í ljós hvar ég verð en það er ekki enn vitað. Allar þessar 19 blóðprufur sem hafa verið teknar úr mér voru góðar nema einhver þeirra sýndi að CRP væri rétt yfir efra viðmiði sem gæti þýtt sýking einhvers staðar. Hann var nú samt ekki að kippa sér upp við það. Læknirinn sagði mér einnig að ég fengi að ráða hvort ég verði vakandi í aðgerðinni eða ekki. Forvitnin mín segir mér að vera vakandi, en er nú samt ekki alveg viss. Lang flestir velja að vera svæfðir enda eflaust óhugnanlegt að liggja á maganum og heyra þegar stungið er nokkrum sinnum í beinið og soghljóðið þegar mergurinn er soginn út (veit ekkert hvort það heyrist hljóð en í ímynduninni minni heyrist það). Ég fæ smá tíma til að hugsa mig um.
Þeir gera þessa aðgerð víst ekkert rosalega oft lengur því flestir fara í stofnfrumuskipti með blóði eins og átti að gera hjá mér upprunalega. Til þess að þeir geri þessa aðgerð þá þarf gjafinn að vera systkini þegans og þeginn að vera barn eða unglingur. Það eru einnig einhver fleiri skilyrði sem ég veit ekki alveg.

Pabbi kom til okkar í dag og hann fær að vera í Ronaldshúsinu. Þar er hægt að leigja aukaherbergi ef húsið er ekki fullt því vanalega fá fjölskyldur bara eitt herbergi. Hann er líka kominn með sænskt númer, 0703957037.

Daníel er búinn að vera mjög orkumikill í dag og búinn að borða mikið meira en vanalega. Hann fór út í göngutúr og fór tvisvar á æfingahjólið. Við spurðum hjúkkurnar hvort eitt af lyfjunum hans væru sterar en svo var víst ekki og þær furðuðu sig á þessu líka því eitt lyfið ætti að gera hann syfjaðan.

Svíþjóð 2 089

4 comments:

Guðrún Helga said...

Kannski hefur eitthvað af þessu þau áhrif að honum líði aðeins betur en undanfarið, taliði nú ekki um þegar hann getur borðað... en hann er bara dúglegur strákurinn eins og familíjan sko ;)

Knús á ykkur öll og sofið rótt í alla nótt... þrátt fyrir alla truflun...

Guðrún Frænka

Anonymous said...

Frábært að geta fylgst með ykkur hérna á blogginu, hef hugsað mikið til Daníels Vilbergs. Gangi ykkur sem allra best. Kær kveðja Elena stærðfræðikennarinn hans Daníels :)

Emilía said...

frábært að geta fylgst með ykkur á netinu.. Þið eruð svakalega dugleg og öll alltaf jafn yndisleg.. Hef mikið verið að hugsa til ykkar og um gömlu góðu dagana þegar Daníel var bara pínu lítill og við að passa hann :)
Gangi ykkur rosalega vel og Guð veri með ykkur öllum..
Bestu kveðjur, Emma..

Anonymous said...

Ekkert smá leiðinlegt að frétta þetta með hann Daníel, hann er svo frábær strákur! Ég veit að hann kemst í gegnum þetta, hann er með frábæran stuðning frá ykkur fjölskyldunni og baráttuanda! Ég vona að sjá hann í skólanum bráðum aftur, við söknum hans öll.