
Hér eru sjúklingarnir strikamerktir...

Ég var send í hjartalínurit og lungnamyndatöku sem og ég gaf sjálfri mér blóð, þ.e. það var tekinn einn poki úr mér sem ég fæ til baka eftir beinmergstökuna því ég mun missa blóð við það.

Daníel var fluttur um kvöldmatarleytið frá barnadeildinni á deild sem kallast Cast. Þar eru eingöngu sjúklingar sem eru í ferli vegna beinmergsskipta.


Í herberginu er æfingahjól sem gott er að hann noti þegar hann hefur þrek til.

Klukkan átta um kvöldið kom fyrsti krabbameinslyfjaskammturinn, fjórar litlar gular töflur sem litu svo sakleysislega út.

Hann er samt sem áður ekki á sterkustu lyfjunum sem betur fer og það er kostur í hans tilfelli að hafa ekki verið í lyfjameðferð áður því nú eru líffærin í góðu standi fyrir þetta ferli. Einnig er hann að taka fullt af öðrum lyfjum sem eru að verja hann fyrir krabbameinslyfjunum.

Ég og mamma skiptumst á að gista á spítalanum en það er pláss fyrir einn þar, verðum svo þrjú að skiptast á þegar pabbi kemur út. Þetta tekur virkilega á og oft truflun á nóttunni svo það er rosa gott að skiptast á.
2 comments:
Greinilegt að þið eruð í góðum höndum elskurnar. Við sendum ykkur öllum knús og baráttukveðjur! Nú krossum við allar fingur og tær og teljum niður dagana þar til komið heim aftur ;)
Góða nótt og sofið rótt
Þið eruð að standa ykkur eins og hetjur <3
Það er rosalega gott að heyra hvað gengur vel og að pabbi þinn er að koma út til ykkar, vonum að framhaldið verði eins gott :)
Þetta tekur auðvita á, þú og mamma þín verðið að muna að hvíla ykkur líka :) Bið voðalega vel að heilsa koss og knús og sofiði öll vel :)
Post a Comment