Í Ronalds húsinu eru eldri sænsk hjón en maðurinn var í beinmergsskikptum fyrir nokkrum vikum. Hann spjallar alltaf við okkur þegar við hittumst. Um daginn sagði hann mér að hann hefði heyrt í lækni tala í símann og sá hefði talað um að þeir hefðu tekið mikinn merg úr gjafa og væru áhyggjufullir vegna þessa því þetta væri óvenju mikið. Maðurinn var alveg viss um að læknirinn væri að tala um mig. Ég spurðist fyrir um þetta í dag á spítalanum og þá var mér sagt að læknarnir hefðu haft áhyggjur fyrst vegna þess hversu mikið þeir hefðu tekið. Sú sem ég talaði við vissi ekki hvort ég ætti metið í magni á merg en ef ég ætti það ekki þá væri ég allavega mjög nálægt. En ég var víst rosalega fljót að jafna mig miðað við aðstæður, þeir virðast hafa verið hissa á því líka...enda var í kölluð íslenski víkingurinn. Ég hefði víst ekki getað gert þetta betur að þeirra sögn sem ég er að sjálfsögðu mjög ánægð með því Daníel nýtur góðs af.
Það er alveg vel dekrað við hann hérna á Deildinni. Um daginn var æfingahjólið of hávaðasamt og hann fékk annað. Svo var dýnan of hörð og hann fékk nýja dýnu (sem var reyndar tekin í burtu aftur). Í dag var rúmið ekki að virka nógu vel því bakið fór ekki alltaf niður og hann fékk dýrasta og flottasta rúmið á deildinni :)
Hér er Sigrún að gefa honum lyf.
Hann er vel tengdur alls konar stöffi.
Dagarnir hafa verið mjög misjafnir hjá honum. Kvöldin hafa verið frekar erfið og ekki alltaf tekist að fara út í göngutúr vegna vanlíðan. En inná milli er alltaf brosað.
3 comments:
Gaman að sjá að hann er alltaf brosandi á öllum myndum :D
Þetta mun vonandi allt ganga mjög vel hjá ykkur systkinunum :)
Kær kveðja, Stefán Páll
Íslensku víkingarnir :) Þið eruð flottust og það er lærdómsríkt að fylgjast með ykkur elskunar
Bata- og baráttukveðjur frá okkur öllum!
Guðrún Frænka o.co
Vildi senda kveðja til Daníels og ykkar. Allir hér hugsa til ykkar.
Gangi ykkur sem best. Gott að geta fylgst með hér á blogginu.
Kveðja
Auður námsráðgj. í Garðaskóla
Post a Comment