Tuesday, April 26, 2011

Dagur 22 - 24.04.11 - Páskadagur

Daníel leið mjög vel í dag og var hress. Hann fór í extra langan göngutúr í dag vegna þess að hann fann lítið til. Hann er líka farinn að fá verkjalyf í æð sem eru stöðugt að seytlast inn í æðarnar og hann getur ýtt á takka til að fá extra skammt.

Hann er búinn að fá þrjú páskaegg frá Ísland, eitt er löngu búið en þessi fékk hann á sjálfan páskadag. Þar sem páskaeggin hafa staðið í búðinni þá mátti hann ekki halda á þeim í plastinu nema í hönskum.

Svíþjóð 7 121

Frændi okkar er hérna í Svíþjóð að keppa í körfubolta, því miður komst hann ekki til okkar í heimsókn en Kata mamma hans kom og hitti okkur í dag og kíkti á Daníel þegar hann var úti í göngutúr. Hann má ekki fá neina í heimsókn inn til sín en allt í lagi að hitta úti svo lengi sem það er er ekki of nálægt.

Svíþjóð 7 122

Við eyddum páskamáltíðinni öll saman. Ég, mamma, pabbi, Hrönn og Anna vorum á Ronald að borða og Daníel var með okkur á skype, en ég rétt skaust frá spítalanum á meðan á matnum stóð svo Daníel var ekki lengi einn.

Svíþjóð 8 135

Vonandi höfðu það allir rosa gott um páskana í faðmi sinna nánustu.

3 comments:

Anonymous said...

Baráttukveðjur til ykkar allra!
Kveðja, Anna Kristín "Kjarrmóum 3"

Erna Sveinbjörnsdóttir said...

Finnst æði hvað þið notið skypið mikið :) Frábært hvað þú ert dugleg að setja inn færslur Lísa Jóhanna :) Barátukveðjur til ykkar allra :*
kv. Ernapo

Erna Sveinbjörnsdóttir said...

p.s hahah veit ekki hvernig þetta po komst fyrir aftan nafnið mitt :)