Dagurinn í dag var ekki góður. Hann fann til en sem betur fer náði hann að sofa mikið. Ýmis húðvandamál eru að koma upp eins og hársvörðurinn er allur í útbrotum. Ástæðan fyrir því að allt þetta er að brjótast út er sú að við höfum fullt af bakteríum og sveppum á okkur en þegar við erum í eðlilegu ástandi þá ver líkaminn sig fyrir þeim og allt helst í góðu jafnvægi. Daníel hefur ekki þetta eðlilega ástand og þá ráðast þessar venjulegu bakteríur og sveppir á hann og valda vandræðum.
Hér er einn skammtur af lyfjum en hann þarf að taka þrisvar á dag, allt komið í fljótandi út af munninum.
Hann setur lyfin sjálfur í sig.
Fullt af munnskolum og kremum sem þarf að muna að nota á réttum tímum.
Pabbi fær spes kveðju í dag þar sem hann á afmæli :)
Okkur langar að þakka fyrir kommentin sem hafa komið og enn og aftur takk fyrir kveðjurnar og góðu straumana. Það er rosa gaman að sjá hverjir eru að fylgjast með okkur hérna.
9 comments:
Þið eruð algjörar hetjur og standið ykkur rosalega vel!! Æðiselgt að sjá hvað Daníel er alltaf brosandi á öllum myndum þrátt fyrir allt!
Hugsa til ykkar á hverju degi!
p.s Til hamingju með gamla kallin:)
Elsku kallinn, ekki skrítið að hann eigi slæma daga, en þvílíkt viðhorf sem þessi elska hefur, sjaldan séð eins stutt í bros hjá neinum :)
Og hugsa sér hvað líkaminn er fullkominn, sífellt að verja okkur!
Nú fer að líða að því að hann fari að byggjast upp, við þekkjum fólk sem er lifandi dæmi þess að þetta er aðeins tímabundið ástand!
Knús og endalausar baráttukveður til ykkar allra!
Guðrún Frænka o.co
Ég fæ alveg hnút í magann að heyra hvað á ykkur er lagt. Gangi ykkur rosalega vel. Kveðja Dröfn
Kæri Daníel.
Bestu kveðjur til þín og fjölskyldunnar þinnar. Við fylgjumst daglega með blogginu ykkar og óskum þess að allt gangi vel hjá ykkur.
Kær kveðja,
Helga J. (mamma Stefáns Páls)
ég fylgist alltaf með ykkur og vona að ykkur líði vel.. Þið eruð þvílíkar hetjur! Kossar og knúsar..
Emma..
Algjör hetja Daníel...
Baráttukveðjur,
Jane
Jihhh ég fæ alltaf gæsahúð þegar ég les bloggin og sérstaklega þegar ég sé hvað Daníel er duglegur alltaf hreint.. Leiðin fer bráðlega að liggja upp á við. Gangi ykkur vel og knús knús knús.
kv.
Viktoría
Kær kveðja til þín Edda og krakkanna. Fæ að fylgjast með ykkur hér á blogginu. Gangi ykkur sem allra best. Kveðja Gerða B-18
Hugsa mikið til ykkar og vona að allt sé á uppleið, þið eruð rosalega dugleg :)
kveðja
Hafrún Ósk
Post a Comment