Monday, April 4, 2011

Dagur 2 - 04.04.11

Rosalega langur dagur. Mæting á spítalann klukkan átta um morguninn og strax byrjað á mælingum. Endalausar blóðprufur, lungnapróf, hjartalínurit, lungnaröntgen, þegið blóð, viðtöl við hina ýmsu lækna og fleira.

Svíþjóð1 050
Svíþjóð1 051

Hjá mér þá var skoðun á æðunum vegna merggjafarinnar ásamt fullt af prufum. Í dag eru búnar að vera misvísandi upplýsingar um ferlið. Ferðin kom snöggt upp á og læknarnir fengu lítinn undirbúning. Hingað til hefur alltaf verið haldið því fram að ég væri að fara að gefa beinmerginn með svokallaðri stofnfrumugjöf þar sem ég er vakandi í 4-5 tíma tengd við skilvindu sem tekur til sín stofnfrumurnar. Í dag eftir misvísandi upplýsingar og rökræður læknanna var ákveðið að sú verður ekki raunin. Ég mun gefa í hefðbundinni beinmergsgjöf. Þá er ég svæfð og stungið með nál í mjaðmagrindina og soginn beinbergur út á eins mörgum stöðum og eins mikið magn og þurfa þykir. Heyrði einhvers staðar að það væri tekinn ca. líter af beinmerg en er ekki viss hvort það sé satt. Kostir og gallar eru með hvorri aðferð fyrir sig. Læknarnir mátu það svo að beinmergsgjöfin væri betri fyrir Daníel í þessu tilfelli. Hvað mig varðar þá þarf ég ekki lengur að sprauta mig í viku á undan en ég verð svæfð í staðinn og meiri sársauki fylgir eftirá.

Á morgun fer Daníel í aðgerð og settur leggur í bringuna svo auðveldara sé að koma öllum framtíðar lyfjum í hann en núverandi lyfjabrunnur dugir ekki. Einnig veðru tekið enn eitt beinmergssýnið. Vegna leggsins þurfti hann að fara í þrjár sturtur í dag og þvo sér öllum fjórum sinnum frá toppi til táar með sótthreinsandi svampi. Mikil varkárni hér vegna sýkingarhættu.

Spítalinn er mun stærri en við gátum ímyndað okkur. Langi gangurinn á Landspítalanum er pínu lítill miðað við hérna.

Hér er anddyri spítalans sem lítur frekar út eins og gangur á lestarstöð. Frá aðalinnganginum og að stofunni hans Daníels þarf að fara út á enda á þessum gangi:

Svíþjóð1 055

Næst út á enda á þessum gangi:

Svíþjóð1 056

Næst út á enda á rauða ganginum:

Svíþjóð1 057

Þar þarf að fara í lyftu upp á sjöundu hæð og þar er barnadeildin og herbergið hans er í endanum:

Svíþjóð1 059

Þarna eru starfsmenn líka oft á hlaupahjólum á göngunum.

Deginum líkur með síðustu blóðdropunum klukkan 00:30 en þá er eins gott að fara að sofa því hjúkkurnar vekja okkur klukkan 06:00 í fyrramálið.

3 comments:

Anonymous said...

Gott að fá að fylgjast með ykkur. Þessi lífsreynsla ykkar fær mann til að hugsa um hvað maður er lánsamur að vera með góða heilsu. Gangi ykkur rosalega vel. Bestu kveðjur, Dröfn

Guðrún Helga said...

Elsku krúttin mín... erum alltaf að hugsa til ykkar... frábært að hafa bloggsíðu fyrir svona jaðarfólk eins og mig sem er ekki á facebook :)

KússssSSSSSSSSSS frá okkur öllum

Guðrún Frænka

Anonymous said...

Flott að fá blogg frá ykkur...hugsa voða mikið til ykkar. Gangi ykkur vel og knús á línunna!!
kv.
Viktoría