Ég fór í viðtal við nýjan lækni í dag í staðinn fyrir minn lækni en hann er eitthvað upptekinn. Einnig fór ég í viðtal við svæfingarlækni sem spurði fullt af spurningum um heilsufarið. Maður er oft að svara sömu spurningunum aftur og aftur til þess að allt sé á hreinu. Um kvöldið svaraði ég einmitt löngum spurningalista um heilsufarið sem hafði gleymst en það átti að gerast fyrr í ferlinu. Samkvæmt svæfingarlækninum þá á aðgerðin að taka klukkutíma og korter og ég ætti að vera hálftíma til klukkutíma að vakna. Ef það stenst þá ætti ég á ná því að vera hjá Daníel þegar hann fær merginn en undirbúningur á mergnum tekur um tvo tíma eftir að hann er kominn úr mér. Fékk að vita að ég verð á sömu deild og Daníel þannig ég verð allavega ekki langt frá.
Daníel er kominn núna á lyf sem bælir niður ónæmisviðbrögð hans svo hann bregðist ekki illa við ókunnugu frumunum mínum.
Daníel fær nýjan tannbursta tvisvar í viku og hann er geymdur í alkóhóli.
Pabbi á spítalanum:
Daníel fékk einn blóðpoka í dag því blóðgildið var orðið lágt.
Nú er búið að strikamerkja mig líka.
Ég tók sótthreinsisturtu í kvöld og tek aftur í fyrramálið. Þar sem ég er fyrsti sjúklingur inn í fyrramálið þá gisti ég á spítalanum í nótt. Ég mátti ekki hitta Daníel eftir sturtuna þannig að við töluðum saman á skype í sitthvoru herberginu á sama gangi.
4 comments:
haha.. þið eruð snillingar :) Hver elskar ekki tæknina... sýnist að þú sért að hressast... vona að allt hafi gengið vel og Daniel taki vel við merginum :)
kv.BeggaG
Þið eruð nú meiri krúttin... nú fyrst það er byrjað að streyma inn aftur, þá vill maður meira, vona að þið séuð að skríða saman og allt gangi vel :)
Knús á ykkur bæði
Hafrún
Sendi baráttukveðjur á ykkur systkynin og foreldrana. Þið eruð svo glaðlynd go dugleg að þið eruð mér fyrirmynd. Kveðja úr Byr, Jane
Gott að heira að þú ert að ná þér Lísa mín og vona að Daniel taki vel við þínum merg :)
Til hvers er tækninn annars, en að tengja saman fólk þó að það sé á sömu deild, á sama spítala og kanski nokkrum herbergjum frá hvort öðru...Snild :D
Baráttu kveðjur og krikalegt knús á ykkur öll :)
Post a Comment