Sunday, April 24, 2011

Dagar 14 til 20 - 16.04.11 til 22.04.11

Dagarnir hafa verið mjög misjafnir hjá Daníel. Sumir eru góðir á meðan aðrir eru slæmir. Hann þarf að skola munninn með þremur mismunandi vökvum oft á dag vegna þess að það er auðvelt fyrir hann að fá sár í munninn. Hann er þegar orðinn aumur í munninum og búinn að vera með nokkur sár og þá er vont að borða og taka töflur. Allar töflurnar hans núna eru komnar í fljótandi og fær hann þau í gegnum magasonduna.
Maginn hans hefur líka verið að stríða honum og þessvegna hefur hann ekki borðað mikið undanfarið. Suma daga nartar hann rétt svo í smá mat og þá er reynt að gefa honum mat í sonduna en ef það pirrar magann þá er gefinn nærignarvökvi í æð sem lítur út eins og mjólk. Hér er hann einmitt að fá svoleiðis.

Svíþjóð 5 094

Stundum eru trúðar og einhverjar fígúrur á ganginum að hitta krakkana og ein fígúran kom til Daníels og gaf honum þetta fína blóm :)

Svíþjóð 6 003

Fyrstu dagana eftir skiptin fór mamma alltaf með mig út í göngutúr því ég mátti ekkert fara neitt ein að labba en mikilvægt er að fara út að viðra sig. Ég get alltaf labbað meira og meira með hverjum deginum og í dag er ég bara orðin nokkuð góð, tek mun minni verkjalyf enda virka þau eiginlega ekki neitt hvort eð er. Sárin eru byrjuð að gróa og blóðið fer hægt uppá við. Ég er nýbyrjuð að gista aftur uppá spítala hjá Daníel en það var ekki hægt fyrst því ég hefði ekkert getað stokkið framúr ef eitthvað væri í gangi.

Daníel byrjaði að missa hárið og það var farið að pirra hann svo það var tekin sú ákvörðun að það skyldi rakað allt af. Hér er hann rétt fyrir raksturinn.

Svíþjóð 6 016

Og hér er hann rakaður og fínn.

Svíþjóð 6 021

Hann er búinn að fá þrjá af fjórum krabbameinslyfjaskömmtum og hérna var verið að setja þann þriðja í.

Svíþjóð 6 018

4 comments:

Freydís said...

Gleðilega páska elsku vinir og gangi ykkur vel, Daníel þú færð kanski bara svart krullað í staðinn :) ok eða ljóst krullað, þú þarft allavega ekki mikið gel eða sjampó í bili.
Páskakveðjur frá okkur í Austurfoldinni.

Anonymous said...

Gleðilega páska :)kv. Edda

Guðrún Helga said...

Gleðilega páska elskurnar frá okkur öllum á Hringbrautinni!

Knús, Guðrún o.co.

Magnea Helgadóttir said...

Gleðilega páska öll sömul :)
Daniel er bara sumarlegur svona stuttkliptur ;)Gott að heyra fréttir og við sendum ykkur góða strauma út. Koss og stór sumarpáska knús þó að sumarið á Íslandi sé einhverstaðar í felum :)