Monday, May 9, 2011

Dagar 26 til 36 - 28.04.11 - 08.05.11

Jæja soldið langt síðan síðasta færsla var, nokkrir dagar sem þarf að tækla.

Í lok apríl kom Erna systir mömmu í heimsókn í tvo daga, hér eru þær að kíkja á Daníel.

P4280015

Sunnudagurinn síðasti var mjög góður dagur hjá honum, hann farinn að borða meira og farinn að taka lyfin aftur í töfluformi. Degi seinna voru blóðgildin hans öll svo fín að hann var færður í aðra stofu sem er ekki einangrunarstofa. Ekki furða að gildin voru góð því partur af honum varð þrítugur þennan dag :) Hemóglóbínið, hvítu blóðkornin og flögurnar hefur allt hækkað og nú er vonað að þetta sé minn mergur sem er að framleiða en ekki hans, á því verður tékkað í næstu viku. Þá verður tekið DNA próf og athugað hvort hann er með mitt eða sitt.

Hér er hann í nýja herberginu með flottu blóðniðustöðurnar sínar. En á þessu blaði eru blóðgildin síðan daginn fyrir skiptin.

P5030031

Á þriðjudaginn var honum sleppt út úr einangrun og hér er hann og mamma að flytja allt dótið í Ronaldshúsið.

P5030032

Loksins komin í önnur húsakynni heldur en spítalann eftir mánaðar einangrun.

P5030033

Á miðvikudaginn var mætt á spítalann til þess að fá að heyra allar lífsreglurnar næstu árin. Áætlað er að vera í Svíþjóð til ca. júlí (gæti verið styttra ef gengur vel eða lengra ef gengur ekki vel). Næstu mánuði eftir að heim er komið má hann ekki fara í fjölmenni, má aðeins fara á almenningsstaði þegar fáir eru á ferli og passa hvað sé borðað. Næstu tvö árin má svo ekki fara í sól og þarf að vera með vörn 50 og sem mest hulinn með fötum. Ferlið er því ekki nærri búið þó svo skiptin séu búin. Tímalengd á reglunum er samt mjög einstaklingsbundin og því þarf bara allt að koma í ljós hvenær hann má gera hvað.

Hann var sendur heim með smá lyf en það tók 3 daga að fá allt saman frá apótekinu.

P5090051

Á fimmudaginn hljóp hann allur út í ofnæmi og varð rauður um allan líkamann. Hann var drifinn á spítalann og fékk strax stera og ofnæmislyf. Honum var svo kalt á spítalanum að það var sett allt á hann sem var í herberginu.

P5050041

Síðustu dagar hafa verið rólegir og hangið á Ronald. Hér er hann að tala við mig en það er að sjálfsögðu skilyrði að heyra í mér á hverjum degi :)

P5080048

3 comments:

Erna Sveinbjörnsdóttir said...

Þetta eru frábærar fréttir!!! Knúskveðjuskilaboð til svíþjóð og þin Lísa líka :)

Rósa said...

Sæll og blessaður!
Mikið er gott að heyra að vel gengur.
Krakkarnir biðja allir að heilsa og óska þér góðs bata. Við hugsum öll til þín. Þú ert sannkölluð nútímahetja.
Besta kveðja í bili
Rósa og allir hinir;-)

Freydís said...

Mikið er gott að heyra frá ykkur og Daníel mér líst vel á þessa "sokka" nýjasta tíska í Sverige ;) gangi ykkur vel knús í hús frá okkur öllum hérna í Austurfoldinni