Hér er hann með McDonaldinn sinn en núna eru þau búin að leigja bílaleigubíl og verða með hann í nokkra daga. Það er nauðsynlegt að vera aðeins með bíl því Daníel má ekki fara í lest eða strætó svo það eina sem er í boði er bílaleigubíll eða leigubíll.

Þriðjudagur og miðvikudagur voru bara nokkuð góðir dagar hjá honum. Þau eru búin að vera að fara í bíltúra til þess að skipta um umhverfi.

Í dag fimmtudag fór hann í tékk á spítalanum. Það er alltaf hringt seinnipartinn með niðurstöðurnar og þær voru bara rosalega fínar. Í dag var svo tekið sýni til að setja í DNA próf og fást niðurstöður úr því eftir u.þ.b. viku, þá fáum við að vita hvort frumurnar eru mínar eða hans.
Læknirinn sagði eitt sem við erum ekki ánægð með, hann sagði að það hefði verið krakki á ganginum með hlaupabólu, eitthvað sem á ekki að geta gerst en það gerðist. Daníel fer í þessi tékk á barnadeildinni en ekki á Castinu þar sem hann var í einangrun. Þetta er ekki gott fyrir Daníel en það getur tekið allt upp í 2-3 vikur að sjá hvort hann hafi fengið hlaupabóluna eða ekki. Það er samt honum í hag að bæði ég og hann höfum fengið hlaupabóluna áður.
Á morgun þarf hann því að fá fyrirbyggjandi efni í æð og vona að líkaminn hans pikki ekki upp sjúkdóminn. Hann á eflaust einhvern tíman eftir að fá hlaupabóluna en það er ekki gott núna þegar hann er með svona litla vörn og gæti því verið lengi að vinna úr sjúkdómnum. Krossum putta.
4 comments:
Ég krossa putta og sendi baráttukveðjur.....Daníel er alveg ótrúlega duglegur og stendur sig svo vel, og þið öll ;)
Áfram hvítu blóðkorn!!! Go go go!!
Kveðja, Agnes
Vonandi hafið þið það gott í nýju íbúðinni og krossa putta fyrir að hlaupabólan haldi sig í burtu.
Riiisa knús
Auður, Unnar og Ugla
Elsku hjartans Daníel Vilberg.
Þetta er Magga Gauja, fyrrum umsjónarkennarinn þinn í Garðaskóla. Ég er búin að vera frá störfum í vetur vegna fæðingarorlofs og var því fyrst núna að fá þessar fréttir af veikindum þínum og fékk linkinn á þessa frábæru síðu. Er búin að lesa hana spjaldana á milli og þú ert nú meiri hetjan, alltaf jafn duglegur og með sterkt keppnisskap, ég þekki það ;)
Dáist líka af systur þinni með þetta frábæra blogg. Hlakka til að fylgjast hér með þér og sjá þig batna og braggast.
Kossar og knús - Magga Gauja
Blessaður og sæll Daníel!
Hvernig hefur þú það þessa dagana?
Vonandi gengur þetta eins og í sögu kallinn minn...
Hvernig leist þér á Árbókina? Þú hefur getað dundað þér við að skoða myndirnar af félögunum:-)
Hafðu það sem allra best og takk fyrir samveruna sl. vetur.
Góðan bata!
Kv.
Rósa
Post a Comment