

Það þurfti að fylgjast vel með honum á meðan hann fékk þetta. Blóðþrýstingur var tekinn þrisvar og hann þurfti að drekka mikið af vökva. Einnig átti hann að láta vita strax ef hann fengi einhvern hausverk eða fyndist hann vera með hita. Þetta gekk allt vel fyrir sig og Daníel fékk sinn sjötta BigMac í þessari viku, hann endar sem einn slíkur :)
Laugardagurinn var því miður ekki eins góður. Aðfaranótt laugardags vaknaði Daníel við dúndrandi hausvek og snemma um morguninn drifu þau hann á spítalann með miklar kvalir. Hann var settur á einangrunardeild því læknarnir vildu ekki að hann færi á barnadeildina vegna sýkingarhættu. Þessi deild er svo einangrandi að dyrnar sem farið er út um snúa ekki út á sameiginlegan gang heldur beint út. Hann var mjög kvalinn allan laugardaginn og þangað til sunnudagsmorguns en ekkert virkaði þó svo það væri dælt í hann morfíni og fleiru. Hann kastaði einnig upp nokkrum sinnum. Sem betur fer hættu verkirnir á sunnudagsmorgninum og hann nokkuð góður á sunnudeginum enda fékk hann að fara heim á Ronald og gista þar.
Þessi einangrunarstofa er ekki sú heimilislegasta.


